Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 67
63
inn á dagskrá félagsins kristindómur. Það er jafn-
vel rangt að kalla hann lið á dagskránni. Hann
er eðli og uppistaða dagskrárinnar. Því meir, sem
kristindómurinn markar alla liði starfsins, því trúrra
er félagið hlutverki sinu, því sannara í eðli sínu.
En félagið lætur sig einnig skipta og til sín taka
aðrar hliðar mannlegs lífs. 1 upphaíi sneri félagið
sér eingöngu að andlegu ástandi meðlimannna, en
ekki leið á löngu, áður en menntun var tekin
með. Nú má segja, að félagið hafi ferfalda dags-
skrá, sem miðast við anda, sál og líkama og sam-
félag manna.
AncLlega hliðin er áður nefnd, það er kristin-
dómurinn, eðli og uppistaða dagskrárinnar, og
felur í sér trúarlega og siðferðilega viðleitni fé-
lagsins.
Sálarlega hliðin, það er menntunarviðleitni fé-
lagsins. Verður reynt að lýsa því starfi nánar
síðar.
Líkamlega hliðin næt yfir alla þá viðleitni fé-
lagsins, sem lýtur að heilbrigði, þjálfun og þroska
líkamans,
Samfélagshlíðin, hún lýtur að öllum þjóðlegum,
alþjóðlegum og kirkjulegum málefnum félagsins.
Verður þetta allt nefnt nánar, þegar rætt verð-
ur um deildir og starfsgreinar félagsins.
Allar hinar síðarnefndu, þrjár hliðar dagskrár-
innar, helgast af hinni fyrstu. Þær eiga engan rétt
á sér í starfi félagsins, ef þær eru sjálfar gerðar