Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 72
68
starfinu. Biblíulestraflokkar eru því mjög gagnleg-
ir. Venjulega eru það litlir vinahópar. Þeir koma
saman og lesa orð Guðs, sem er nytsamt til
fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til mennt-
unar í réttlæti, til þess að guðsmaðurinn sé algjör,
hæfur gjör til sérhvers góðs verks (II. Tím. 3,
16—17). Þetta hefur gildi fyrir einstaklingslífið og
félagslífið.
Skyldir þessum flokkum eru bænaflokkar. Eigi
félag sérstakt bænaherbergi, geta meðlimir kom-
ið þar saman til bæna eða einir sér eftir vild.
Þaðan streymir blessun yfir félag og einstakling.
Sumir foringjafundir eru bæði í senn biblíulestrar
og bænafundir. Stundum koma áhugasamir með-
limir saman áður en fundur hefst og biðja fyrir
fundinum.
Næstir eftir þessum koma trúboðsflokkar. ]>eir
koma saman og kynna sér starf og sögu trúboðs-
ins. Hafa menn einatt bækur og blöð trúboðsins
og lesa þau heima, en ræða svo um það, sem
lesið var, þegar á fund er komið. Er þá stundum
kort við hendina, svo að menn geti séð afstöðu
staðanna, sem um er rætt. Þessir flokkar styrkja
trúboðið með starfi og gjöfum.
Námsflokkar eru svipaðir hinum síðast töldu, en
viðfangsefni önnur. Menn velja sér eitthvert
skemmtilegt efni, lesa bækur um það og ræða það
síðan á fundum. Má nefna sem dæmi bókmennta-
flokk og hljómlistarflokk. Hér þarf ekki kennara,