Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 73
6g
en ætlazt er til að allir leggi eitthvað af mörkum
til sameiginlegrar menntunar. Þó þarf einhver for-
ingi að vera. Ein aðferð námsflokka er sú, að
fylgjast með ákveðnum fyrirlestrum í útvarpi og
ræða síðan efnið.
Mikið er gert til að afla nýrra meðlima. Vand-
að er til fundanna eftir föngum og auglýst mikið.
Eitt af því, sem vekur mikla athygli og dregur
að fundunum, eru samfeldar raðir fyrirlestra um
stórt og mikið efni, sem áhugi er fyrir. Röðin
hefur sérstakt nafn (t. d.: »Hvað er hægt að vita
um Guð?«) og hver fundur sitt (t. d.: »Guð í
Gamla-Testamentinu«, »Guð Jesú og faðir vor«,
»Sannleiksleit heiðingja«, »Guð og samvizkan«,
»Er bæn blekking?«, »Guð og vísindin«, »Talar
Guð í viðburðum sögunnar?«, »Er Guð í kirkj-
unni?« Guð og náttúran«.*) Reynt er að fá mik-
ilsmetna og hæfa menn fyrir hvert efni. Auglýs-
ingar fara fram á ýmsa vegu. Beztar er þær gang-
andi. Vinur nær í vin. Fundarboð eru stundum
send, einkum við sérstök tækifæri. Auglýsingar í
blöðum eru mikið notaðar. Stórar og áberandi
auglýsingar eru festar upp, þar sem umferð er
mikil. Auglýsingaseðlum er dreift. Greinar um
starfið eru birtar í blöðum og viðtöl við starfs-
menn félagsins sömuleiðis. Stundum eru samstæðir
*) Dæmið er af röð, er samin var fyrir Central-
foreningen í Kaupmannahöfn í fyrra vetur.