Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 74
7°
fundir auglýstir með sérstakri skrá, sem send er
út og dreift með ýmsu móti. Hafi félagið mánað-
arblað, er auðvitað auglýst í því. Skemmti- og
fræðsluliðir draga marga að fundum. Því fleiri,
sem koma, því víðar nær boðskapurinn.
Vilji menn gerast meðlimir, fá þeir gestaspjald
eða eru ritaðir inn á gestalista. Þegar þeir hafa
verið gestir félagsins um tíma (t. d. einn eða tvo
mánuði), geta þeir oröið meðlimir og ganga þá
undir lög og venjur féiagsins. Þannig verða menn
skráðir meðlimir. Síðar geta þeir komizt í tölu
starfsmanna, þegar þeir hafa sýnt trú sfna í orði
og athöfn.
Næsta deild er Unglingadeildin. Þó má telja
einn lið á milli. Það er kunningjaflokkurinn eða
starfið fyrir unga menn á aldrinum 17 — 20 ára og
jafnvel eldri. Það er ekki allstaðar. Er það tilkom-
ið vegna þess, hve erfitt er oft og einatt að fá
pilta úr Unglingadeildinni upp í AD. Þeir kunna
sér betur í hóp hinna yngri, finnst AD-menn of
gamlir. Þessir piltar halda hópinn fyrstu árin eftir
Unglingadeildina og myrdast við það milliliður.
Það er erfitt að finna fundartíma, sem henti öll-
um piltum á þessum aldri. Margir stunda kveld-
skóla eða eru bundnir við störf. Kemur þá flokks-
starfið að gagni, í námsflokkum og öðrum flokk-
um og einn fundur sameiginlegur í mánuði Starf-
ið er svipað AD, enda liður í henni og margir
sækja fundi hennar eftir getu.