Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 75
71
Meðlimir þessa starfsliðs eru það gamlir og
þroskaðir, að vænta má af þeim starfs, enda er
kyrrseta og aðgerðaleysi sízt við hæfi ungra manna.
Það er því hlutverk foringjans, að fá þeim einhver
störf að annast. Mikils má vænta af trúuðum ung-
um mönnum. I þessum hóp má búast við að finna
efni í drengjaleiðtoga, einkum meðal þeirra, sem
vaxið hafa upp í K.F.U.M. A umræðufundum um
kristileg efni má búast við góðri þátttöku af þess-
um piltum, sömuleiðis í flokkunum, og ekki síður.
Unglingadeild (UD). Hún er fyrir drengi á aldr-
inum 14—17 ára eða um það bil. Þeir eru meir
þiggendur en veitendur félagsins; það er ekki ætíð,
að þeir greiði félagsgjald.
Einu sinni í viku er fundur og sumstaðar
auk þess biblíulestur. Fundir eru venjulega tví-
skiftir, annar hlutinn skemmtandi eða fræðandi,
hinn andlegur, með Guðsorði, bæn og prédikun.
í UD er sungið, þótt oft sé það erfitt, því að
margir eru í raddskiftum á þessu skeiði. Fjörugir
og lífgandi söngvar eru valdir, einnig blíðir og
laðandi söngvar, því að æskan á marga strengi.
Sálmar eru líka sungnir.
Á biblíulestrum er ýmist tekið sérstakt rit úr
Biblíunni og útskýrt eða eitthvert hugtak, t. d.
hlýðni Abrahams eða trú hans, sem gætu verið
góð efni í Unglingadeildinni-
Skemmti- og fróðleiksatriðin eru svipuð og þau,
sem AD hefur, en auðvitað sniðin meir við aldur