Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Qupperneq 76
72
UD. Stundum eru samtals- eða umræðulundir og
jafnvel einhver kennsla, hvorttveggja saina kveldið,
en skift í tvo flokka, meðan á því stendur; veit
eg dæmi um þetta frá Noregi.
Gjarnan má hafa hlé milli skemmtihlutans og
andlega hlutans. Þá þarf einhvern stað, annaðhvort
í fundarsalnum eða öðru herbergi, þar sem pilt-
arnir geta talast við, stytt sér stundir við tafl,
myndahlöð og bækur, fengið bækur að láni heim,
talað við foringja o. s. frv. Þetta þarf og að vera
opið, áður en fundur byrjar. Algengt er að leggja
fram myndablöð, K.F.U.M.-blöð af ýmsu tagi eru
og vel þegin.
UD er stundum skift niður í sveitir. Meðlimir
eru mismargir, en ættu ekki að vera fleiri en þrjá-
tíu í hverri sveit- Hver sveit heldur sveitafundi.
Efnið er bæði andlegt og tímanlegt. Foring-
inn nefnist sveitarstjóri. Hann er nokkru eldri en
UD-menn. Verk hans er að halda manntal sveitar-
innar á UD-fundum, vera piltunum vinur og leið-
togi, halda þeim við félagið, glæða áhuga þeirra
og trú, fá þá til að starfa, efla og auka sveitina,
halda sveitarfundi, sem hann stjórnar sjálfur og
annast bæði andlegu og tímanlegu hliðina, veita
þeim fræðslu og ráð í ýmsum þeim málum, sem
æskumenn þurfa, t. d. við námsval og starfsval, ef
þess er æskt, og ýmislegt annað, sem fyrir kann
að koma. Þetta er næsta þýðingarmikið starf, og
félagið gerir því ýmislegt fyrir sveitastjórana, svo