Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 77
73
að þeir verði hæfir til starfsins. Þeir nefnast úrval
UD (UD-úrvalið). Heldur það fundi með leiðtoga
deildarinnar; ræða þeir um starfið og uppbyggj-
ast; sumstaðar eru námskeið haldin fyrir þá, t. d.
í útilegum.
Við hlið hans eru einatt margir piltar, sem sýna
bæði í orði og verki áhuga fyrir málefninu. Stund-
um er stofnuð stjórn, gefið út skrifað blað og
jafnvel fjölritað. Hér þarf að starfa mikið og sjá til
að starfsfúsir piltar fái eitthvert verk; annars er
hætt við að missa þá; þeir vilja starfa.
Til er líka önnur skifting, flokkaskifting með
ýmiskonar námsefnum og prófum, t. d. K.F.U.M.-
fræði, biblíu- og kirkjuþekking, félagsfræði, nátt-
úruþekking. bókmenntir, saga, mál, upplestur og
ræða, hljóðfærasláttur og margt fleira. Sá er kost-
ur við þessa skiftingu, og skipulag, að það er
drengjum eðlilegt, að safnast í smáhópa, 6—8—
IO saman, og margt af þessum viðfangsefnum er
einmitt af því tagi, sem áhugi þeirra beinist að.
En þetta krefur mikils starfs og margra starfs-
manna.
Með eldri drengjum, sem sýna mikinn trúar-
þroska, má vel mynda biblíulestraflokk, sem starf-
ar án eldri foringja. Það verður þó helzt að koma
frá drengjunum sjálfum, og getur það orðið til
mikillar blessunar.
Stundum hefir UD sérstakt merki, og er þá