Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 78
74
e. t. v. bundið sérstökum skilyrðum að fá það, t.
d. prófum, fundasókn og hegðun.
Eins og fyr er sagt, er það hlutverk sveitar-
stjórans, að efla og auka sveitina. En jafnframt
er svo til ætlast, að meðlimir geri allir sitt til, að
deildin megi vaxa og ná sem mestri útbreiðslu.
Eitt af því, sem einkennir þetta starf í UD, er
fermingardrengjahátíðin. Fermingardrengjum er
boðið á UD-fund, sem reynt er að gera sem há-
tíðlegastan. Drengirnir eru hvattir til að ganga í UD.
Auk þess eru haldnir sérstakir upptökufundir, sem
unnið er að fyrirfram í þeim tilgangi, að fá nýja
meðlimi.
Sambandið við heimilin er mikilsvert fyrir UD
og drengjadeildir yfir höfuð. Fæst það með heimsókn-
um, foreldramótum, feðgahátíðum og með blöðum
félagsins að nokkru leyti.
Kvennanefndir, sem styðja félagið fjárliagslega
t. d. með því að undirbúa markaði þess og sölm
daga á saumafundum sínum, eru og mikill liður
í þessu máli. Því betra samband og samvinna,
sem er á milli félags og heimila, því meiri er von
um árangur.
Yngsta deild (YD). Hún er fyrir drengi á aldr-
inum io—14 ára. Sumstaðar greiða þeir félags-
gjöld, sumstaðar ekki.
Einu sinni í viku er fundur. Skiptast þeir í tvo
hluta eins og UD-fundir: almennan og andlegan
hluta.