Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 79
75
YD er mikil söngdeild. Þar má heyra þrótt-
mikinn og glaðan drengjasöng, bæði sálma og
ljóð-
Þess eru dæmi, að Biblíulestrar hafi verið haldn-
ir fyrir drengi á þessum aldri og gefizt vel.
Fundirnir eru fjörmiklirog skemmtilegir. Skemmti-
legar sögur, myndasýningar og jafnvel leikir eru
á dagskrá. Fyrirlestrar um efni, sem drengir hafa
áhuga á, geta og verið góðir, ekki sízt með
skuggamyndum eða kvikmyndum.
Smá-leikrit geta komið til greina, en allt með
gáti. Sé einsöngur og einleikur hafður til skemmt-
unar ber að velja við hæfi drengjanna viðfangs-
efnin. Drengjakór, barnakór og karlakór eru vel
þegnir.
Kristindómsboðunin og iðkunin fer fram 1 sálm-
um og söngvum, lestri Guðs orðs, prédikun, trú-
arjátningu og bæn. Trúarjátningin er þó ekki fast-
ur liður allstaðar.
Það er eins með YD og UD, að eitthvað þarf
að gera fyrir drengina, áður en fundir byrja og
eins, ef hlé er haft. Má hafa það með svipuðum
hætti og áður lýst í sambandi við UD.
YD hefur sveitaskiptingu. Getur hún verið með
tvennu móti: eftir bæjarhlutum eða aldri. Sveita-
stjórar vinna líkt verk og í UD, en miðað við
yngri drengi. Urvalið heldur fundi, þar sem það
ræðir starfið og biður fyrir því og drengjunum og
uppbyggist í Guðs orði.