Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 80
7 6
YD-drengir geta margt gert og eru líka fúsir til
þess, margir hverjir. Utbreiðslustarfið og fundar-
boðunin eru verkefni handa þeim. Þeir geta og
skrifað fundargerð, stjórnað skrifuðu blaði til skiptis,
lesið upp ljóð og sögur o. fl. Einkum ber að gefa
þeim drengjum gaum, sem vænlegir eru til foringja,
og ala þá upp til starfa.
Sveitum má skipta í flokka; verða þá sveita-
fundir færri en ella, flokksfundir margir. Drengirnir
fást við handavinnu ýmiskonar á flokksfundum, t.
d. dúkskurð (linoleumprent), útsögun, körfugerð,
myndabókagerð (að líma inn myndir), frímerkja-
söfnun (e. t. v.) og fleira; innanhússleikjum má
koma við á fundum, því að flokkarnir eru smáir;
þá má og veita fræðslu um K.F.U.M.
Bæði sveitafundi og flokksfundi endar foringinn
svo með Guðsorði og bæn.
YD-drengir fá að bera félagsinerki eða deildar-
merki, þó með sérstökum skilyrðum um funda-
sókn og hegðun (og jafnvel sérstök próf).
Utbreiðslustarf er mikill liður í sveitastarfinu;
það vinna bæði foringjar og drengir með ýmsu
móti.
Þegar drengirnir komast á fermingaraldur, fá
foringjarnir nýtt verk, en það er að skila þeim
áfram upp í UD. Gerist það bæði í flokkum og
smátt og smátt; einn liður í þessu er fermingar_
drengjahátíðin, þótt ekki sé upptaka þá.
Þá er rétt að nefna eina deild, sem óviða er til,