Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 81
77
ef hún er þá nokkursstaðar nema hér á landi; það
er Vinadeildin, VD. Hún heitir svo, af því að
meðlimirnir eru svo ungir, að þeir geta naumast
talizt til félagsins, en þeir eru vinir þess. Deildin
er stofnuð af þörf. Drengir innan tíu ára aldurs
koma með bræðrum sínum og vinum á YD-fundi.
Þeir eru helzt til ungir fyrir þá fundi, og sé nú
mikil fundasókn, er nauðsynlegt að takmarka þetta.
Af þessu er hún tilkomin. Reynt er að sníða fund-
ina, sem mest við hæfi drengjanna. Þeir syngja,
læra Guðs orð og bæn, heyra fallegar sögur og
eignast eldri vini. Séu þeir íjölmennir, er nauð-
synlegt að skipta þeim í sveitir. Þessir drengir lita
með virðingu upp til YD og þrá þá stund að
komast þangað.
Auk deildanna eru margar starfsgreinar. Aður
er getið um ferfalda dagsskrá félagsins. Rúmast í
henni fjöldamargar starfsgreinar við margra hæfi,
og eru þær aukið svigrúm fyrir Guðs orð. Nefna
má þessi: bókasöfn, bóka- og blaðaútgáfa, skólar
og námskeið, söngfélög, hljóðfæraflokkar, íþrótta-
félög, skátafélög, sumarstarf, handavinna, gisting,
veitingar, bindindisstarfsemi, starf meðal ýrr.issa
stétta, meðal landa erlendis, meðal heiðingja. Allt
er þetta til og fleira. Skal nú minnst á hvert þess-
ara nokkru nánar.
Bókasöfn. Eitt af því, sem félagið hefir til mennt-
unar og gleði meðlimunum, er bókasafn. Að vísu
er ekki allstaðar þörf á bókasafni í K.F.U.M., þvi