Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 86
82
á fögrum stað. Þeir geta verið misjafnir að stærð
og gæðum. Með sumum þarf e. t. v. tjöld að
auki. — Reynslan hefir sýnt, að þetta er ein hin
vænlegasta starfsgrein félagsins. Margir piltar og
ungir menn hafa fundið frelsarann eða tekið þá
ákvörðun, sem mótaði allt lífið, í sumarbúðum
K.F.U.M. Oftast er um vikuflokka að ræða, en
stundum eru þeir lengur, jafnvel lengi sumars.
Hverjum degi er skipt niður eftir skrá til íþrótta
og leikja, vinnu og matar og helgihalds. Biblíu-
lestur og kristileg prédikun ásamt bæn fá ákveðna
tíma, t. d. um miðdaginn og kveldið. e. t. v. við
bál undir berum himni eða brakandi arineld í
skálanum. Geta það verið fagrar og hrífandi stund-
ir. Auk þess má veita ýmiskonar fræðslu í sumar-
búðum. Verður það helzt að vera eitthvað verk-
legt eða vélrænt, því að drengir hat'a mikinn hug
á slíku. Fræðsla um uppruna K.F.U-M. og sögu
þess á vel heima þar. En eitt af því, sem mestu
ræður í sumarbúðum, er andinn. Sé félagsandinn
góður, fái andi K.F.U-M. að ráða, þá má vænta
mikillar blessunar af sumarbúðum. Það ríður því
á miklu, að fengnir séu foringjar, sem starfinu séu
vaxnir, og stillt svo til, að enginn verði útundan
né fari á mis við hið góða, sem samvistin hefir
að bjóða.
Hér mun rétt að geta einnar starfsgreinar, sem
að vísu er ekki algeng en komin er upp í Noregi
og er merkileg. Það er sjóliðið. Það er fyrir drengi