Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 87
»3
á aldrinum 13 ’/2—16 ára. Á veturna fá þeir til-
sögn í sjómennsku, en á sumrin sigla þeir bátum
sínum með ströndum fram. Eins og auðséð er>
gefst hér gott tækifæri til kristilegs starfs, bæði á
fundum og ferðalögum. Þessi starfsgrein er því al-
veg í anda K.F.U.M., og jafnframt er hún þjóðleg
fyrir Norðmenn. Strangar reglur gilda um notkun
bátanna, enda er það nauðsynlegt.
Eitt af því, sem telja má til sumarstarfs K.F.
U.M., er jarðrækt. T. d. á K.F.U.M, í Reykjavík
dálítinn blett fyrir innan bæinn. Þar er jarðrækt-
arvinna á sumarkvöldum fyrir meðlimi UD og AD.
Við sumarbúðir og annarsstaðar er auðvitað stund-
um eitthvað gert að ræktun.
Einn af þeim liðum, sem ekki er til hér á Is-
landi, eru sumarheimili K.F U.M. Þangað geta með-
limir komið á sumrin og dvalið lengri eða skemmri
tíma eftir ástæðum. Hafa þessi heimili getið sér
vinsældir víða. Lífið þar er að sumu líkt og í
sumarbúðunum.
Vetrarstarf. Fundahöld og innilíf félagsins fer
mestmegnis fram á vetrum. En til er starf, sem
svarar alveg til sumarstarfsins, en fer fram á vetr-
um. Það má kallast vetrarstarf í mótsetningu við
samskonar starf á sumrum. Sumarstarf er mest
fyrir bæjarfólk, en »vetrarstarf« fyrir sveitalölk. Á
einhverjum stórbæ eða í skóla er fengið húsnæði
fyrir dálítið mót, sem varir nokkra daga. Reynast
þessar vetrabúðir ekki síður en sumarbúðirnar, rík-