Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 88
84
ar að andlegri blessun og uppbyggingu. Auðvitað
hafa bæjafélög vetrarbúðir líka.
Ha^idavinna■ Aður er þess getið, að YD fæst
við handavinnu, að vísu ekki alls staðar, en algengt
er það og vel þegið. UD getur líka haft handa-
vinnu. I stað þess að hafa smáflokka í deildum,
má hafa einn handavinnuflokk. Hér þarf foringja,
sem er hvorttveggja í senn: kennari og kristilegur
leiðtogi. .
Gisiing og veitingar. Víða er það, að K.F.U.M
í bæjum hefir gistihús: unglingaheimili. Þangað
geta meðlimir, sem eru á ferð, snúið sér og jafn-
vel dvalið þar langdvölum. Þar er reynt að veita
sem flest þægindi og stofna til kirkjulegs samlífs.
— Sum félög í stærri bæjum hafa veitingasali,
sem opnir standa allan daginn. Þar borða einatt
margir félagsmenn. Þessir veitingastaðir í húsum
K-F U.M. ásamt lessölum eða dagstofum félagsins
vinna móti veraldlegu, oft og einatt spillandi
kaffihúsalífi.
Bindindisstarfsemi. Það er ekki fjarri lagi, að
minnast á hana hér. K.F-U.M. er ekki neitt bind-
indisfélag. En bindindi liggur í eðli þess. Þess
vegna er líka unnið að því málefni innan félags-
ins og jafnvel stofnaðir bindindisflokkar, bæði hvað
vín snertir og tóbak. Það eru einkum unglingarn-
ir, sem reynt er að halda frá tóbaksnautn, vegna
þeirra skaðlegu áhrifa, sem tóbakið hefir á óþrosk-
aðan líkama. — Ennfremur hefir K,F.U M. unnið að