Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 91
87
Jlytjendur, veitir upplýsingar og greiðir fyrir og
reynir að vekja athygli á félögum K.F.U.M. Það,
er útflytjendastarfsemin.
Landar erlendis. K.F.U.M. í sumum löndum reU
ur starf erlendis meðal samlanda, einkum í stór-
borgum; þar hittast landar og lifa saman á kristi-
legum grundvelli.
Heiðingjar. Kristniboð er rekið í stórum stíl í
nafni K.F.U.M., og víða í heiðingjalöndum hefir
K.F.U.M. verið stofnað og getið sér góðan orðs-
tír. K.F.U.M. safnar miklu fé til kristniboðs. Á
»alheimsdrengjadag«, sem haldinn er í mörgum
löndum, fer fram mikil 'fjársöfnun, og mikið af því
íé fer til kristniboðs. K.F.U.M. í kristnum löndum
hafa sent menn til starfs, launað þá, byggt félags-
hús og ‘ stutt lélögin í trúboðslöndunum með ráð-
um og dáð. Áherzla hefir verið lögð á að gera
félögin í trúboðslöndunum sjálfstæð, bæði fjárhags-
lega og andlega.
Hús. Félag, með allri þessari starfsemi, þarf að
eiga samastað. K.F.U.M. getur verið mjög einfalt
félag, Nokkrir ungir menn safnast saman og lesa
sér til uppbyggingar í Guðs orði og biðja saman.
En það getur líka verið stórt og margþætt, eins
og sjá má af því, sem komið er hér á undan.
Eftir stærð og víðfeðmi félagsins fara ytri þarfir
þess og þar á meðal húsnæði. Lítil félög þurfa
e. t. v. ekki nema lítið húsnæði, sem þau fá á
leigu. Önnur þurfa stór og mikil hús. Vil ég reyn^