Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 92
88
að benda á helztu kröfur, sem gera má til luiss
fyrir K.F.U.M.
Það á að standa á bezta stað í bænum, þar sem
umferð er mikil af æskulýð. AD þarf sérstakt hús-
næöi, helzt stórar og rúmgóðar stofur, allt að því
sali, með mjúkum, þægilegum sætum og fállegum
borðum. Þar á að vera fallegt um að litast. Helzt
á að vera þar bókasafn og lesstofa fyrir framan.
UD, YD og drengjadeildirnar allar yfir höfuð, ættu
að eiga sér önnur lierbergi með svipaðri skipan.
— Þá þarf að vera stór og mikill salur í húsinu
fyrir meiriháttar fundi og samkomur. Ennfremur
mikið af smáherbergjum fyrir smáfundi (biblíulestr-
arflokka, sveitir og aðra flokka), skrifstofur fyrir
framkvæmdastjóra og starfsmenn; þar að auki leik-
fimissalur og bað. Inngangur þarf að vera þannig,
að allir, sem koma í húsið, fari fram hjá skrifstofu,
sem jafnan er opin og einhver til viðtals. Þó er
eitt herbergi, sem ætti að vera svo fyrirkomið, að
menn geti farið þangað án þess að vekja athygli;
það er bænaherbergið. Það á að standa opið hverj-
um þeim, sem þangað vill koma. Séu veitingar
eða gisting í húsinu, mætti vera annar inngangur
þangað, þó betra, að hann sé sá sami.
Y. KrÍ8tindómsboðunin.
Boðskapur K.F.U.M. er kristindómur, þ. e. trú-
in á Jesúm Krist, Guð vorn og frelsara samkvæmt
Heilagri Ritningu. Þenna boðskap reynir K.F.U.M.