Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 93
89
að flytja þannig, sem ungum mönnum hæfir og
miðað við aldur meðlimanna í deildum og starfs-
greinum. Það er bæði kristindómur til vakningar
og uppeldis.
K.F.U-M. er þjónn kirkjunnar. Það er að vísu
víðfeðmara en einstakar deildir kirkjunnar, en tak-
mark þess er þó að varðveita þá, sem fæddir eru
í kirkjunni, og vinna aðra nýja. Það er þess full-
víst, að æskan er fyrir Krist og Kristur fyrir æsk-
una, að menn þurfa ekki að bíða til eiliára til þess að
eignast trúna, heldur að æskan er bezti tíminn,
enda sýnir reynslan, að flestir þeir, sem öðlast lif-
andi trú, fengu hana á æskuárum. Þess vegna
kallar K.F.U.M. á æskuna.
Hér mun rétt að minnast á þá stefnu í boðun
kristindóms meðal ungra manna, sem Olfert Ri-
card, æskulýðsleiðtoginn danski, markaði, og margir
hafa fylgt, einkum í Danmörku. Æskunni er bent
á Jesúm Krist, fyrirmynd í öllum góðum dyggðum,
vin og verndara í baráttu lífsins, frelsara frá synd
og dauða, Drottin og konung æskunnar. Þetta er
kristið uppeldi. En þetta eru líka vekjandi tónar.
Fyrirmyndin verður að kröfu og krafan að dómi;
en jafnfiamt verður vinurinn frelsari en frelsarinn
Drottinn.
Auðvitað fer K.F.U.M. ýmsar leiðir með boð-
skap sinn, en orðið er æ hið sama, þótt starfs
menn séu margir og ólíkir. Fjörmikil, skýr og
skorinorð, einlæg prédikun orðsins, er sá boðskap-