Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 94
90
ur, sem æskan þekkist og skilur. Þannig vill K.F.
U.M. starfa.
VI. Skipnlag.
Hvert félag er sjálfstæð heild. Það getur haft
mikið eða lítið á prjónunum eftir atvikum. Hvert
félag hefir stjórn. Hún fer með íjármál félagsins,
ræður framkvæmdastjóra og fleiri starfsmenn og
starfar sjálf að andlegum málum, ef unnt er.
Félagið tilheyrir landssamþandi, ef það sam-
band er til. Fyrir því er fulltrúastjórn; hún ræð-
ur starfsmenn: aðalframkvæmdastjóra, sem fer með
yfirstjórn framkvæmda í sambandinu, og ferða-
framkvæmdastjóra, sem ferðast milli félaganna og
prédika, efla starfið og stofna ný félög. Ennfrem-
ur rekur landssambandið verzlun með hitt og þetta,
sem félögin þurfa að fá og nota. t. d. söngbækur
og margskonar rit, ef til vill skátaútbúnað o. fl.
Sambandið heldur fulltrúaþing. Það er ekki alls
staðar jafnoft; annað hvert, þriðja hvert og fjórða
hvert ár á Norðurlöndum. Félögin gjalda til sam-
bandsins; t. d. gjalda dönsku félögin tvær krónur
á ári fyrir hvern meðlim, sem kominn er yfir 17
ára aldur.
Landssambandið skiptist í umdæmi. Hvert um-
dæmi hefir stjórn. Ræður hún framkvæmdastjóra,
ef efni leyfa. Félögin gjalda til umdæmis. Árlega
er haldinn umdæmisfundur.
Bæði samband óg umdæmi efla sameiningu og