Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 99
Hj álpr æðisherinn.
40. ára afmæli.
Það eru nú orðin 40 ár, sem Hjálpræðisherinn
hefur starfað á landi hér. Hann hefur starfað bæði
að þjónustu orðsins og þjónustu borðsins.
Boðskapur hans er boðskapur heilagrar kirkju
um náð Drottins vors Jesú Krists, sem dó fyrir
mig og fyrir þig, svo að við skyldum eignast frið
við Guð f trúnni á hann og helgast í daglegu
samfélagi Heilags Anda. Þennan boðskap hefur
herinn flutt með söng og lestri Guðs orðs, ásamt
vitnisburði og bæn úti og inni. Hann hefur látið
mikið á sér bera. Ekki hefur starf hans farið fram
í afkima. Ekki heldur með deyfð og drunga. Með
lífi og fjöri hefur söngurinn hljómað og vitnis-
burðurinn ómað. Margir hafa hneykslazt og fáir
frelsazt. En trúlega er unnið samkvæmt boði
Drottins: »Farið og gjörið allar þjóðirnar að læri-
sveinum« (Matt. 28, 19), Og þegar á allt er litið,
þá eru þeir ekki' svo fáir talsins, sem herinn hefir
leitt til Krists. Hin litla hjörð er ekki stór, En þó
höfum vér séð, að herinn vex. Drottinn hefur
kannast við starf hans.
Gesta- og sjómannaheimili hersins eru alkunn,
og störf hans meðal fátækra hafa glatt marga,
ekki sízt um jólin.
fólapottana könnumst vér við og samskot við