Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 100
96
samkomur og bréflega beiðni. Herópið heitir mál-
gagn hersins, og »Ungi hermaðurinn« er nú orð-
inn hluti þess; var áður sérstakt blað.
Margt hefur verið að hernum fundið. Aðferð
hans og atferli hefur sætt dómum. Söngvar hans
hafa oft verið lastaðir fyrir braglýti og lög. Sam-
skotin mæta andúð hjá mörgum. Af spinnst svo
andúð og kuldi í garð hersins. Fn reynum að
skilja. Aðferð hans: strangur boðskapur og gleði-
legur boðskapur, einfaldir og stuttir vitnisburðir
og bænin við bænabekkinn, allt er það miðað við
frelsun sálna; það hlýtur því að mæta andúð
þeirra, sem óttast að gefa sig Drottni; hitt er að
vísu eðlilegt að óframfærni og blygðunartilfinning
geri vart við sig, jafnvel hjá Guðs börnum; en
það sannar ekki, að þetta sé ekki nauðsynlegt-
— Einfaidir söngvar með endurtekningum og létt-
um lögum lærast fljótt; tii þess eru refarnir skorn-
ir; einn slíkur söngur getur unnið sál, Vildir þú
ekki hafa ort hann eða samið lagiðf — Samskot-
in eru nauðsynleg: i) vegna þeirra fátæku, 2)
vegna starfseminnar, 3) vegna starfsmanna. Það
rennur ekkert kirkjugjald til hersins. Verður er
verkamaðurinn launa sinna.
Kæru hermenn, þökk fyrir störfin.
Guði séu þakkir fyrir herinn.