Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 103
99
Olafur Björnsson, kirkjuráðsmaður. Urðu enn mikl-
ar umræður, og skarst nokkuð í odda. Komu fram
sterkar og ákveðnar raddir um nauðsyn hreinnar
boðunar á fagnaðarerindinu um Krist og hann
krossfestan. Þessar kröfur eru réttmætar. Á full-
næging þeirra veltur öll samvinna í kristindóms-
málum.
Samþykkt var: i) að kjósa nefnd, er undir-
býggi kirkjufund árið 1937, og hefði með hönd-
um yfirstjórn þeirra mála, er varða samvinnu
presta og leikmanna til eflingar kristnilífi, og fram-
kvæmdir þar að lútandi; 2) að fela þeirri nefnd,
að beita sér fyrir ferðaprédikun. Skorað var á
kirkjustjórnina að veita fé í þessu skyni. 3) Æski-
legt, að haldnir verð fjórðungsfundir í landinu fyr-
ir presta og leikmannafulltrúa, 1936, undir for-
göngu undirbúningsnefndarmanna í hverjum fjórð-
ungi. 4) var heitið á presta og kennara til auk-
innar samvinnu að glæðingu trúarlífs og siðgæðis
barna og unglinga á kristilegum grundvelli. —
Um kvöldið flutti Valdimar Snævar, skólastjóri,
erindi um safnaðarfræðslu.
Þriðjudaginn 25. júní, voru aukamál. Samþykkt-
ar voru sex tillögur: 1) skorað á presta til bind-
indisstarfsemi; 2) skorað á kirkjustjórnina að aug-
lýsa laust Þingvallaprestakall nú þegar; 3) þeirri
ósk beint til kirkjuráðs, »að það hlutist til um, að
fyllri kröfur séu gerðar til menntunar kirkjuorgan-
leikara«, og þeim jafnframt þóknað fyrir starf sitt;