Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 104
IOO
4) skorað »á fræðslumálastjórnina að sjá um, að
prestar skipi sem víðast formannssæti í skólanefnd-
um landsins; fundurinn taldi æskilegt, að prest-
arnir heimsæki barnaskólana og fylgist með krist-
indómsfræðslunni eftir því, sem tími þeirra leyfir,
og að prestar hafi sem oftast fundi með kennur-
um í kristnum fræðum eða samræður við þá um
þessi mál; 6) skorað var á ríkisstjórn og Alþingi
til ráðstafana í því að reisa drykkjumannahæli, er
fundurinn taldi brýnustu þörf á. Ennfremur svofelld
tillaga: »1 sambandi við framkomnar tillögur lýsir
fundurinn því yfir, að hann telur óhæfilegt, að
aðrir en þeir, sem hafa kristilega lífsskoðun, gegni
barnakennara- eða prestsstörfum, og heitir á söfn-
uði landsins að þola slíkt ekki hjá sér«. (Tillögu-
menn: Filippus Amundason og Jón Árnason, full-
trúar Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík. Aðrar til-
lögur þessa dags fóru um hendur allsherjarnefndar,
sem kosin var til að taka við þeim aukamálum,
er fram kæmu). — Um kveldið voru fundarmenn
margir til altaris í Dómkirkjunni.
Prestastefnan var haldin í Reykjavík næstu þrjá
daga, 26.—28. júní, Hófst hún með guðsþjónustu
í Dómkirkjunni. Síra Bjarni Jónsson, prófastur, átti
þá 25 ára prestskaparafmæli og prédikaði út frá
sama texta og á vígsludegi sínum, Lúk. |,i —11.
Síra Friðrik Rafnar var fyrir altari.
Biskup gaf ,skýrslu um starfsemi kirkjunnar á
síðastliðnu ári. Prestakaliamálið var rætt og mót-