Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 106
102
Biblíufélagsfundur var í sainbandi við presta-
stefnuna. Að lokum er rétt að birta eina tillögu,
er samþykkt var með samhljóða atkvæðum: »Presta-
stefnan mælir með því, að prestar helgi kristni-
boðsmálinu a. m. k. eina guðsþjónustu á ári, og
teiur eðlilegt, að víð þá guðsþjónustu sé safnað
fé til kristniboðs«.
Prestafélagsfundur var haldinn á Akureyri 8 —
20. september. Haldir.n var opinber trúmálafundur
um starfshætti kirkjunnar á komandi árum og
starfsmenn. Erindi voru flutt, skýrsla gefin og til-
lögur samþykktar, m. a. mótmæli gegn presta-
fækkunarfrumvarpinu. Margt var þar annað nyt-
samt rætt.
Guclbrandsdeild, Prestafélag Vestfjarða og Hall-
grímsdeild hafa og haldið fundi.
Guðfrœðiprófi luku þeir Jóhann Jóhannsson, frá
Akureyri, með I. einkunn (1222/3 stig) og Eiríkur
J. Eiríksson, frá Eyrarbakka, með I. einkunn (122
stig) þann 15. júní í ár.
Utanfararstyrk guðfrœðikandídata úr Sáttmála-
sjóði hlutu þeir Magnús Runólfsson og Gfsli Brynj-
ólfsson.
Prestsvígsla• 24, nóv. í ár var Þorgeir Jónsson,
fyr skólastjóri að Reykjum, vfgður til Norðfjarðar
í stað síra Jakobs Jónssonar, sem er nú orðinn
þjónandi prestur í Vesturheimi.
Reykjavík. Að tilhlutun kirkjuráðs hefir frum-
varp verið samið um afhendingu Dómkirkjunnar