Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 107
103
til safnaðarins í Reykjavík og fjölgun sókna og
presta í Reykjavík og öðrum kaupstöðum. Er nu
unnið með kappi að því máli.
Smávegis.
Brezka biblíufélagið.
Á 131. ársfundi „Brczka og útlenda biblíufélags-
ins“, sem haldinn var í Queens Hall í I.ondon
sýndi ársskýrslan, að árið, sem leið var eitt hið
bezta ár þess í mörgum greinum. Á 14 nýjum mál-
um voru nokkrir hlutar af Heilagri Ritningu prent-
aðir fyrsta sinni, og eru þá mál þau, er félagið
hefir á skrá, 692 talsins. Á árinu var dreift út
10.970.604 Biblíum cða hlutum úr henni, og er það
hærra cn árið áður. Yfir 7.000.000 eða mcira en
helmingnum vai- drcift í Asíu. Er það 338.000 meira
en árið á undan. Kína stendur fremst meðal land-
anna. þar var útbýtt 4.296.000, svo að aukningin
nemur 387.000 eintökum. í Kóreu voru eintökin
661.000. í kaþólskum löndum i Suður-Ameríku nam
aukningin frá fyrra ári um 60.000 eintökum. Einnig
hefir aukning orðið í öðrum löndum.
í tilefni af því, að 25 ár eru síðan Goorg kon-
ungur lcom til ríkis, var minnzt á það, hve fé-
lagið hafði eflzt á þeim tíma. 1910 var 6.620.000
ointökum drcift, og árið, sem leið 10.970.604. 1910