Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 108
104
voru tungumál þau, ei' félagið iiafði á sktá, 424, nú
692. Bæði konungur og drottning ltöfðu við mörg
tækifæri sýnt áhuga fyrir starfsemi Biblíufélagsins.
Fyrirspurn var gerð til einkaritara konungs, iivort
satt væri, að konungur læsi daglega i Biblíunni,
eins og sagt væri. Hann svaraði skriflega: „það er
satt, að konungur lofaði Alexöndru drottningu,
móður sinni, þogar árið 1881, að liann skyldi lesa
einn kapitula í Biblíunni dag hvern, og það hefir
hann gjört ætíð síðan“.
Kirkjan í Austurriki.
Á liðnu ári liefir sterk hreyfing orðið í Austurríki
i áttina til kirkjunnar. Kaþólslta kirkjan í Wien
telur með 20.000, er snúið hafi aftur, fornkaþólska
kirkjan með 3000 og evangelska kirkjan með yfir
9000.
Af þeim 9000 hafa flestir verið játningarlausir;
lítill hluti hefir verið evangeliskur áður, en flestir
kaþólskii'. Sé litið á þetta frá sjónarmiði þjóðmál-
anna, kemur yfirgnæfandi meirihluti frá jafnaðar-
stefnunni.
í svoitunum gjörist hið sama. T. d. koma þar
íregnir frá iðnaðarstöðvum á Obersteinsmark, frá
Insbruck, Salzburg o. s. frv., að stórir skarar gangi
inn í kirkjuna á ný.
Gyðingar.
„það eru ísraelsmenn, sem sonarkosningin til-
heyrir og dýrðin og sáttmálarnir og löggjöfin og
helgihaldið og fyrirheitin; þeim tilheyra og feðumir,