Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Qupperneq 109
io5
og af þeim er hinn Smurði kominn að líkamanum
til hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður um aldir.
Amen“. þannig fórust Páli postula orð í Rómverja-
bréfinu (9, 4—5). Vissulega eru Gyðingar þjóð, sem
vér eigum mikið að þalcka. Hjá þeim geymdist
opinherun Guðs undir gamla sáttmálanum og hjá
þeim fæddist Frelsarinn. þeir voru hin útvalda þjóð.
En þeir höfnuðu Guði, þegar þeir höfnuðu Kristi.
þeir halda fornri dýrkun, en eru orðnir viðskila
við Guð. Postularnir unnu milcið starf meðal Gyð-
inga, og þúsundir tóku við orði Guðs (Post. 2, 41;
4, 4; 21, 20). En þjóðin er sem heild ekki horfin
aftur enn þann dag í dag. Nú er unnið mikið starf
í heiminum til þess að kristna Gyðinga. Hefirðu
beðið fyrir því? En Gyðingar eru ofsóttir. Alkunn-
ugt er, hvernig þjóðverjar fara með Gyðinga nú
á dögum, og Gyðingaliatrið vex. Norskur prestur,
Nils Rosef að nafni, aðalframkvæmdastjóri fyrir
kristniboð meðal Gyðinga, ferðaðist nýlega í Suð-
austur-Evrópu til þess að kynna sér ástandið meðal
Gyðinga. Kom honum það svo fyrir sjónir, að um
það mætti hafa eitt orð: neyð. Neyð, bæði tíman-
lega og andlega skoðað. En jafnframt er heimur
Gyðinganna opinn fyrir gleðiboðskapnum. þess-
vegna er nú hagkvæm tíð, sem vel ber að nota.
Áður var unnið með skólahaldi og bóksölu meðal
Gyðinga; nú koma þeir á samkomumar.
Á móti „Hins norræna fsraels-kristniboðs" var
samþykkt svofelld ályktun:
„Fimmta norðræn ráðstefna ísraels-trúboðs, er kom
saman í Stokkhólmi, og var skipuð fulltrúum