Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Blaðsíða 111
107
•siðar var fyrirtækið orðið að súkkulaðiframleiðslu.
1879 gerði George Cadbruy alvöru úr bræðralags-
hugsjóninni. Hann sá þá miklu gjá, sem var á
milli hans og verkamannanna. Hann bjó sjálfur í
fallegu býli, en verkamennimir, sem sköpuðu hon-
um verðmætin, í þröngum, óhollum kofum. Flutti
hann verksmiðjuna úr Birmingham og út á land,
Honum var ráðið frá því og spáð illa fyrir þessu.
F.n verksmiðjan óx. Verkamenn voru 230, árið sem
hann flutti, en eru nú orðnir 10.000.
Verksmiðjan var nú í Bournville, og óx þar upp
íallegur bær fyrir vcrkamenn hennar, og voru mest
tvær fjölskyldur í sama húsi. Auðvitað vantar bæ-
inn hvorki skemmtigarð, tennis-, knattspymu- né
krokketvelli, útiböð, leikvelli, samkomuhús, söng-
leikahús bókasafn, skóla, lýðskóla né matsölur fyr-
ir einhleypa.
Fyi’siu árin tóku verkamenn íbúðirnar á leigu;
síðar voru húsin falin bústaðanefnd á hendur, og
stjórnar hún því öllu. þó má ekki selja húsin þeim,
er standa fyrir utan.
Mikill fjöldi ferðamanna kemur til Boumville
árlega.
Á haustin er bætt við 200—250 fjórtán ára piltum.
Skulu þeir vera hraustir og sterkir og hafa með-
mæli skólans. Fyrst er þeim kennd skipulagning
fvrirtækisins, en síðar venjuleg störf þess. Vinna
þeir fimm daga á viku. þann sjötta fá þeir skóla-
fræðslu til 18 ára aldurs. Leikfimi er skyldugrein.
þar að auki verða þeir að vera í nokkmm flokk-
um (klúbhum) og námshópum. þeir, sem hafa sér-