Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Síða 112
io8
staka hæfileika, fá tilsögn í þeirri grein á kostnað
verksmiðjunnar. þegar þeir eru tvítugir, geta þeir
fengið sex mánaða orlof til þess að ganga á lýð-
háskóla verksmiðjunnar, sniðinn eftir danskri fyrir-
mynd. Hann getur haldið áfram í æðri skólum og
háskólum eftir hæfileikum.
Hver verkamaður fær 14 daga leyfi og eftirlaun
á ákveðnum aldri.
Yfir öllu fyrirtækinu eru 8 forstjórar, og einn
þeirra kvenmaður. Hver forstjóri verður að vinna
sig upp frá lærlingsstigi.
Vcrkamenn hafa tillögui’étt um öll mál fyrirtæk-
isins. Frá því árið 1900 hcfir verið verksmiðjunefnd,
skipuð jafnmörgum fulltrúum frá verkamönnum og
stjórn — stjóm hins litla samfélags. Verkamenn
kjósa 9 karla og 8 konur; hafa þá allir kosninga-
rétt, sem eru fullra 16 ára, og kjörgengi þeir, sem
hafa verið ráðnir í 5 ár. Verksmiðjunefndin skipt-
ist i margar smærri nefndir, er hafa hvcr sitt hlut-
verk. Verkamennirnir skulu vera í verkfélagi sinn-
ar greinar.
þessi andi byggist á orðunum: „Allt, sem þér
viljið, að aðrir menn gjöri yður, það skuluð
þér og þeim gjöra". Matt. 7, 12. — Ætlunin er að
gjöra þetta að veruleika í öllu tilliti.
Bókmenntir.
Kristilcg æskulýðsfélög í Svíþjóð hafa komið því
til vegar, að sett verði á stofn kristilegt bókmennta-
ráð („De kristnes litterære rád“). Hlutverk þess á
að vera að veita ungu fólki og kristilegum bóka-