Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Side 114
I IO
ann í Staffeldtsgate 4, Oslo. Kom frumkvæði þess
máls frá Jens Vevstad, skólastjóra nokkrum.
Biblíuskóli í Osló.
Hið norska lútherska heimatrúboðsfélag í Noregi
hefir biblíuskóla í Osló. Eru þar haldin tveggja
ára námskeið fyrir pilta, sem ælta að verða leik-
prédikarar. Eins og gefur að skilja, hefir þetta afar-
mikla þýðingu fyrir starí'semi félagsins og raunar
fleiri. Væri þess óskandi, að námskeið kæmust á
í líkum stíl hér á landi, þótt í minna lagi væri.
Auk þess hefir skólinn skemmri námsskeið fyrir
ungt. fólk (og raunar eldra með), sem langar að
eignast biblíulega þekkingu. þenna skóla hefir fólk
sótt frá öðrum Norðurlöndum: Danmörku, Sví-
þjóð, Finnlandi og íslandi, auk heimalandsins; ég
veit ekki um Færeyjar. — Forstöðumaður skólans
hefir verið séra Gunnar Dehli frá því 1920; nú er
hann orðinn prestur í Eidsberg-prestaka.lli; eftir-
maður hans við skólann er séra Fiðrik Wislöff. —
íslendingar, sem kynnu að hafa liug á að komast
i þenna skóla, geta fengið upplýsingar með því að
skrifa til vor, ellegar þá til Biblíuskólans i Staf-
feldtsgt. 4, Oslo.
íslendingar erlendis.
Ýmsar aðrar þjóðir gera mikið fyrir niðja sína
í öðrum löndum. Danir hafa félagsskap, sem heitir
„Dansk Kirke i Udlandet" (þ. e. „Dönsk kirkja er-
lendis“). Hér á íslandi reka Norðmenn kristilcgt
starl' fyrir sjómenn sína. Án þess að nefna fleiri