Árbók (Kristilegt bókmenntafélag) - 01.01.1935, Page 115
111
dæmi skal bent á það, að í Danmörku ekki sízt
í Kaupmannahöfn, er mikill fjöldi íslendinga. En
vér eigum engan félagsskap, er nefnast mætti „ís-
lenzk kirkja erlendis" né annað svipað. Að vísu eru
guðsþjónustur haldnar öðru hvoru á íslenzlcu í
Kaupmannahöfn. En það er ekki nóg. þctta er
skrifað til umhugsunar fyrir þá, sem vildu eitt-
hvað gera í þessu efni fyrir landa sína og Drottinn
sinn. Ef til vill er einhver, sem finnur hjá sér
köllun til þessa.
(Margt af smælkinu er frá Kristeligt pressekontor,
Oslo).
Kristilegt Bókmenntafélag.
Starfsemi.
Félagið hefir nú starfað í nærfellt fjögur ár og
cru það því fjórðu ársbækiirnar, sem nú koma til
félagsmanna.
þrátt fyrir margskonar erfiðleika hefir því ávallt
tekizt til þessa að gera nokkru betur en lög þess
áslcilja, að því er snertir arkafjölda þann, er félags-
mönnum er heitið í lögum félagsins og myndi það
þó vera enn betur gert, ef fjárliagur þess leyfðí.
Félagið nýtur þegar góðs skilnings og vinsælda
margra, víðsvegar unv landið, fyrir bækur þær, er