Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 3

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 3
Á fósturjörð. Eptir sjera Jón Þorvaldsson. Á fósturjörð með fjöll og jökla hvíta opt finnst mjer andleg vetrartíðin ströng. Því kæruleysi’ og kulda má þar lita og krossins fána blakta’ i hálfa stöng. Jeg sá vil, Drottinn, sæði orða þinna, að syndaneyð og vantrú megi linna. Og þótt jeg, Guð minn, sái títt með tárum og trúar ávöxt lítinn fái’ að sjá, það huggar mig á harmabrautum sárum og hugraun allii bægir sálu frá, að Jesús segir: „Sjá, jeg er með yður, að sigur hlotnist, gleði, náð og friður". En fyrst þú hefir, frelsari minn kæri það fyrirheitið indælt. gefið mjer, jeg vona’ að orð þín ávöxt mikinn færi á akurlendi, sem njjer rækta ber. Þín kirkjan blessuð blómgist vel og dafni, jeg bið þess, Jesús kær, í þínu nafni. Hún kallast fley og farþegana sina hún flytur yfir dauðans myrka haf, á landið þar sem lifsins sól mun skína, sem ijóssins faðir börnum sínum gaf;

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.