Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 47

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 47
41 sinni í velgengi, áður en við komum til þessa bæjar, °g mamma bað með mjer og ias með mjer í biblí- nnni. Jeg hafði þá ekki mikla hugsun á slíku, jeg var gálítil og gjálif, og iangaði miklu meira til að lifa „upp á mitt hopp og hí“ eins og hitt unga fólkið. En jeg elskaði móður mína. og jeg fann vel, að enginn elskaði mig eins og hún. Þegar hún svo varð veik, skildi jeg fyrst til fulls, hversu dýrmæt hún var mjer, og þá var æðsta óskin mín: Ó, að jeg einhverntíma geti orðið, eins og hún mamma mín er. Eptir fráfali móður minnar fór illa fyrir föður niínum. Þú mátt ekki dæma hann of hart, Matty. Hann komst í slæman fjelagsskap, — en jeg vii ekki tala um hann, — vesalings, vesalings faðír minn“. — „Hvar hætti jeg?“ spurði Jenný eptir litia Þögn, ,,en jeg þreyti þig víst, Matty, með mælgi minni“. — „Nei, nei, mjer er yndi í að sitja svona og hlusta á þig“, sagði grannkonan, og sfrauk sjer um augun. — „Jeg þakka þjer, Matty; jæja, nú man jeg, hvað jeg ætlaði að segja. Öllu hnignaði hjá okkur, þegar móðir mín var dáin. Faðir minn nússti stöðu sína sem verkstjóri við verksmiðjuna, og svo settumst við loks að hjer i bænum. Við áttum erfitt, Matty; það var enginn, sem talaði nokkurt vingjarnlegt orð við okkur, þangað til þii komst. En á degi neyðarinnar lærði jeg að ákalla Guð, og jeg fjekk að reyna, að hann er: „hjálp í þrenging- um“, (Sálm. 4(i, 2. v.) Þú veizt hvernig það hofir gengið síðan.“ — Já, Matty vissi það, hversu mikið

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.