Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 39

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 39
39 „Pabbi, ert það þú?“ Röddin kom innan úi litlu herbergi inn af stofunni, sem maðurinn var kominn inn í. ÞaS var veikluleg kvenmannsrödd. Það drafaði eitthvað í manninum. Hann reikaði fullur í myrkrinu; nú velti hann stóli um koil, svo ]ak hann sig á borð, og í hvert skipti hrutu blótsyrði. Aptur heyrðist veika röddin: „Pabbi! Hvað ertu að gjöra?" „Láttu mig um það,“ svaraði faðirinn reiðulega, röddin var hrottaleg og þvöglumælt. „Það eru iika bölvuð vandræði með eldspíturnai-. Því sefur þú ehki, Jenny?“ „Jeg get ekki sofið,“ sagði röddin, „jeg finn svo mikið tih Það eru eldspítur hjerna inni. Pabbi! mig langar svo til að sjá þig áður en þú ferð að hátta.“ „Það getur þú fengið á morgun, stúika mín. Jæja, jeg kæri mig þá ekkert um ijós; jeg kemst vist af án þess. Góða nótt, Jenny, sofðu rótt“. Hann hratt upp hurð í innri enda stofunnar, gekk eða öilu heldur klifraði upp stiga, datt kylli- flatur inn í lítið herbergi, staulaðist á fætur, og fleygði sjer endilöngum niður í rúm, sem þar var. Brátt heyrðust í honum hroturnar, — hann lá ekki lengi andvaka. — — Geislar morgunsólarinnar lögðu inn í herberg- ið, og vöktu hann morguninn eptir, en það var kom- ið langt fram á dag, þegar hann fór á fætur. koksins drattaðist hann á fætur; hann rak upp stór

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.