Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 38

Heimilisvinurinn - 01.03.1905, Blaðsíða 38
38 kemur, sem þið óttist, þegar það, sem þjer hræðist, kemur sem eyðilegging, og yðar ólukka kemur sem stormbylur; þegar angist og neyð fellur yfir yður, þá munu þeir kalla til mín, en jeg skal ekki anza; þeir munu árla leita mín, en ekki flnna mig. Af því þeir hötuðu þekkingu, og útvöldu ekki ótta Drott- ins; af því að þeir ekki fjellust á min ráð, og forsmáðu alla mína umvöndun. Því skulu þeir neyta af ávöxtum sinna vega, og mettast af sínum eigin ráðum, því fráfall hinna heimsku drepur þá, og ugg- leysi hinna fávísu tortýnir þeim. En hver, sem mjer hlýðir, sá mun óhuitur búa, og ekki skal liann hræðast hið illa.“ (Orðskv. 1. 24.—33.) Það var dauðaþögn inni í stofunni. Gamli maðurinn ijet mig aptur, og ýtti mjer frá sjer. Hann snerti ekki glasið sitt, og fór burtu. Hinir, sem eptir urðu, fóru að reyna að hlæja að öllu saman, en það var uppgerðarhlátur og ó- eðlileg kæti. Drukkni maðurinn, sem hafði fundið mig, heimt- aði mig aptur, og ætlaði á ný að fara að reyna að selja mig, en nú fjekkst enginn framar tii að halda uppboðið. Þvert á móti, — þeir skömmuðu hann allir fyrir það, að hann hefði spillt kvöldinu fyrir þeim. Svo brá hann mjer undir hendi sjer og fór út úr stofunni, hálfu þyrstari en hann hafði komið. Klukkan sló eitt, þegar hann kom heim til sín.

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.