Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Side 23

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Side 23
23 að móðir sín gæti ekki farið með sig í musterin. Hún sárkveið fyrir þeim degi, þegar hún væri orð- in albata. Móðir hennar og indverskir prestar höfðu komið til hennar nokkrum sinnum og boðið henni helgirit sín, en viljað fá biblíuna í staðinn. Vörður var settur á hverjum degi við sjúkrahúsið þær stundir, sem þeir fóru frá sjúkrahúsinu, er frísk- ir voru. Forstöðukona sjúkrahússins var okkur hliðholl og leyfði okkur að sækja stúlkuna á öðr- um tíma dags. Við sendum hana samstundis burt úr boiginni til kristniboða uppi í sveit. Ramabai vissi ekkert um þetta ráðabrugg. Þegar móðirin sá, að dóttirin var gengin úr greipum sjer, sneri hún ailri sinni reiði á Ramabai, og sagði, að dótt- ir sín væri 2 árum yngri en hún hafði áður sagt, og hefði engan rjett til að ráða sjer sjálf: Innlendu blöðin tóku öll í sama strenginn og skörnmuðu Ramabai á ný. Hún mat ekki mikils dagdóma manna um sjálfa hana, en aptur varð hún að gæta heiðurs skólans. Hún heimsótti mig og sagði, að annaðhvort yrði hún að hætta við skóia sinn, eða jeg yrði að segja til stúlkunnar. Jeg skoraðist undan að verða við þeirri bón, en fyrir þrábeiðni hennar sagði jeg henni loks hvað kristni- boðinn hjet, sem vesalings stúlkan væri hjá. Þau hitt- ust og komu sjer saman um að láta lögregluna skera úr málum. Það var farið með stúlkuna á ákveðnum úegi til lögreglustjórans, sem var kristinn. en móð- jl' hennar mætti ekki, og lögreglustjórinn neitaði

x

Heimilisvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.