Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 28

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 28
28 er brátt náð í fjármuni þeirra og sæmd. Ef þess- ir vesalingar skorast undan opinberu lauslæti, er þeim sagt að það sje Krishna þóknanlegt og alveg syndlaust í musterum hans,1) og kemur það vel heim við lundarfarið, sem hann á að hafa haft. IV. Kraptarnir þroskast. Staríið eykst. Ramabai hafði búizt við því í öndverðu að hún þyrfti ekki peningastyrk frá Ameríku nema fyrstu 10 árin, þá mundu Hindúar sjálfir fara að gefa með þeim, sem færu í skólann. En árin liðu og ekkert útlit var að þær vonir mundu rætast. Heiðnir meim höfðu sett skóla á stofn í Poona, sem skyldi keppa við Saðan, en hann lognaðist út af eptir fá ár. Þeim datt ekki í hug að styrkja Saðan, þar sem kristindómurinn kom ávallt betur í Ijós. — Ramabai bað Drottin daglega að sýna sér, hvað gjöra skyldi til að tryggja fram- tið skólans, og varð hún þá smámsaman sannfærð um, að hún ætti að kaupa óræktað land og láta í) Sumir vantrúarpostular Vesturlanda hafa verið að reyna að telja fáfróðu fólki trú um, að sögurnar um Krist og Krishna, sem á að vera ein opinberunarmynd Buddha, og þá sjerstaklega kraptaverkasögurnar, sjeu svo likar að þær sjeu „vafalaust11 af sömu rót. — En ekki er það annað en iáfræði, hlutdrægni eða blindni, sem veldur slíkum stað- hæfingum. — Eitt „kraptaverk" Krishna á t. d. að hafa verið það, að hann svaf hjá fjölda kvenna jafnsnemma! 1 Það gengur guðlasti næst að jafna slíkum óþverrasögum saman við guðspjöll vor,

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.