Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 30

Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Blaðsíða 30
30 indversku trúarbragðanna og bera saman, sá jeg að kristindómurinn var miklu betri og ljet skírast. Jeg trúði postullegu trúarjátningunni og höfuð- atriðum kristnu kenningarinnar. Jeg treysti Guði og bað í Jesú nafni. Jeg gekk ekki i neinn sjer- stakan trúarflokk og gjöri það ekki enn. Mjer var nóg að kenna mig við Krist. Bænir mínar voru á víð og dreif, jeg hafði ekki sjeð þá, að þörf mín var: — „Trúðu á Drottin Jesú Krist, þá verður þú hólpin". Jeg hjelt að jeg mundi eignast hjálp- ræðið, trúar vissuna einhvern tíma seinna. Margar efasemdir urðu á leið minni. Trúarflokka fjöldinn, skoðana munur þeirra og allt orðagjálfrið í nafni trúarinnar gjörði mig órólega, svo jeg fór að líta á æði margt í kristindómnum líkurn augum og áður á trú Hindúa. Þrátt fyrir það fann jeg að Guð leiddi mig og jeg einsetti mjer að byggja ekki trú mína á orðum neinna manna, heidur á Guðs orði einu og náð hans. Fyrir nokkrum árum varð mjer það ljóst að trú min var eingöngu í höfðinu, dauð trú. Sál mín var ekki komin frá dauðanum til lifsins, þótt hún vonaði að frelsast. eptir dauðann. Drottinn sýndi mjer, að jeg var í hættu, að jeg var glatað- ur syndari, að jeg varð að frelsast nú, en ekki ein- hvern tíma seinna. Langvarandi iðrun gagntók mig og mörg andvöku nótt beið mín. En Guðs andi sloppt.i mjer ekki. Jeg hrópaði úr djúpinu til Drottins, að hann fyrirgæfi mjer syndirnar vegna

x

Heimilisvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/419

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.