Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 37
37
ein frá Saðan, sem hjet Gungabai, fór i umboði
Ramabai um bágstöddustu hjeruðin og bjargaði um
600 konum og börnum frá hungursdauða. eða op-
inberri spillingu. Ramabai valdi svo úr hópnum
um 300 en sendi hinn helminginn til ýmsra björg-
unarheimila, er kristniboðar veittu forstöðu.
Flestar námsstúlkurnar, er fyrir voru á Saðan,
voru fúsar til að hjúkra smábörnunum, sem bjarg-
að var. Meðal annara var 14 ára gömul stúlka
á Saðan, er Subhodra hjet, hún valdi sjer ófríðasta
barnið til fósturs og sagði þegar st.allsystur hennar
hlóu að henni fyiir það: „Rað er meiri kærleiki að
taka ófrítt og óþrifalegt barn heldur en laglegt.og
skemmtilegt barn“.
Subhodra sjálf var munaðarleysingi. Faðir henn-
ar hafði borið hana út, er hún var á 1. ári. Ná-
granni hans bjargaði henni, og seinna fluttist hún
til Saðan með ekkju hans. Faðir hennar reyndi
að ná henni þá aptur til að selja hana, en Ramabai
kom í veg fyrir það. Nú er hún orðin vel kristin
og hjálpar Ramabai.
Nú hafði Ramabai fengið eins margar og hún
hafði beðið um, og starfaði nú eindregið að þvi að
leiðbeina þeirn til frelsarans. 10 mánuðum seinna
voru 90 skírðar og höfðu fullt leyfi Ramabai tii
þess.
Litlu síðar varð og öflug trúarvakning í Mukti
jafnvel þótt ekkjurnar þar væru flestar eldri og því
sP>lltari en í Saðan. Kristinn prestur, sem hjet