Heimilisvinurinn - 01.07.1905, Page 38
38
Bruere, var þar hálfan mánuft, og áður en hann
fór báðu yfir hundrað um skírn. Anna Abrams
segir svo frá skírnardeginum:
„Það var óvanaleg sjón, þegar 17 uxavagnar,
hver með 7—8 stúlkur hjeldu af stað frá Mukti
að morgní þess 15. nóvember til Bhamafljótsins.
Vjer ókum hægt, en sungum Drottni lofsöngva, sem
englarnir hafa vafalaust tekið undir.
Pað var tjaldað á árbakkanum svo að hægt
væri að skipta þar um föt, sjera Bruere hjelt stutta
ræðu og svo hófst skirnar athöfnin. Krishnabai,
bókhaldari frá Saðan, og jeg stóðum út í ánni og
studdum þær, sem komu og fóru. Það var áhrifa-
mikið að heyra hverja einstaka taka undir með
pr'estinum og segja: „í nafni föðurs, sonar og hei-
lags anda“. — Gleðisvipurinn og lofgjörðar orðin
sýndu að starf andans er hið sama alstaðar á jörð-
unni. Alls voru skírðar 108 stúlkur og einn
drengur.
fegar Ramabai var að. skrifa upp nöfn þeirra,
er báðu um skírn, tók‘ 6 ára gömul stúlka i kjólinn
hennar og sagði: „Bai, Bai mere nam“! (Bai,
Bai skrifaðu mitt nafn!). Presturinn tók hana i
fang sjer og dýfði henni niður í vatnið. Hún var
ein af þeirn, sem frelsarinn tekur að sjer og bless-
ar“.
Margar stóðu upp, knúðar af andanum, og
játuðu syndir sínar, þjófnað, lygi, öfund, hjáguða-
dýrkuu. Eiti þeirra tók fyrir augu sjer og bað