Heimilisvinurinn - 01.01.1910, Page 12

Heimilisvinurinn - 01.01.1910, Page 12
12 HEIMTLISVINTIEINN. nýstárleg. Gamall maður, sem mætti honum, yrti ]>á á hann ]>annig: “Hvað heitir þú, ungi vinur minn ?“ Drengurinn leit á spyrjandann og sá, að hannvar gamall maöur, illa til fara, og virtist vera einn af “þessum heiðarlegu betlurum“, er menn svo kalla. Charles Dupont er nafn mitt. herra minn“, svaraði drengurinn djarflega, en kurteisi lýsti sér í röddinni. “Þakka þér fyrir“, mælti gamli maðurinn og labbaöi burt án ]>ess, að gera rrákvæmar grein fyrir spurning sinni. Hann hafði að eins’gengið fá fet, er vel búinn maöur sló hranalega á herðar drengsins og spurði hrottalega : “Hvað sagði gamli afglapinn við þig‘?“ Charles Dupont var fjörmikill, snarráður, djarfur og skynsamur drengur, fæddur í grend viö Missisippi- Faðir hans, er einnig var upprunninn í Suðurfylkjun- um, hafði verið deildarforiugi í sambandshernum, en hafði sest aö í New Orleans að loknum heruaði, og byrjaö á verslun. Um all-mörg ár gekk verslunin vel og honum græddist allvel fé, en síöar var hann tældur til að leggja fé í illa ráðiö námufyrirtæki og misti hann við þaö aleigu sína. “En sjaldan er eiu bára stök“, segir málshátturinn, og svo reyndist hon- um einnig. Hér um bil um sama leyti misti hania konuna sína skyndilega. Þessar raunir tóku svo ó- mjúkt á heilsu hans, að hann var skömmu síðar

x

Heimilisvinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisvinurinn
https://timarit.is/publication/424

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.