Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.12.1964, Qupperneq 16

Muninn - 01.12.1964, Qupperneq 16
og karlakór söng, og maturinn var alveg stórkostlegur. Á mánudag var farið með okkur á báti til eyjar nokkurrar í Miileren, þar sem við drukkum kaffi í gamalli höll. Veðrið var mjög gott og þessi ferð í alla staði hin ánægjulegasta. Af öðru markverðu í borginni má nefna Djákneberget, sem er klettahæð inni í miðri borginni. Þaðan er fyrirtaks útsýni yfir borgina og margt merkilegt að sjá. T. d. eru letruð þar í stein nöfn allra kon- unga, sem þar hafa komið á liðnum ára- tugum. Einnig má nefna Folkets Park, sem er mjög glæsilegur skemmtigarður. En það fyrsta, sem ég tók eftir í borginni, var, hversu hreinleg hún er. Allar götur og nærliggjandi þjóðvegir eru malbikaðir, og ryk er varla að sjá á götunum, en þar sést heldur ekki bréfarusl og því um líkt, því að Vásterásbúar ganga sérlega þrifalega urn borgina sína og gætu verið öðrum til fyrir- myndar að því leyti. Einnig vakti jiað athygli okkar íslend- inganna, hve fátt fólk sást á götum borgar- innar seint á kvöldin, og að næturlagi sáust þar aðeins lögregluþjónar og einstaka ís- lendingur, en þess má reyndar geta líka, að háttatími hjá Vásterásbúum er um tíu-leyt- ið eða a. m. k. klukkutíma fyrr en hjá okk- ur. Ekkert sáurn við af þessu fræga sænska siðferðisástandi, og Akureyringar myndu leita langt yfir skammt, ef þeir hyggðust kynnast slíku í Vásterás, en fólkið þar sagði reyndar, að fjörugra væri í Stokk- hólmi og Gautaborg. Umferðarmenning í borginni er til mik- illar fyrirmyndar. Hámarkshraði inni í bænurn er víðast 10 km á klst., en á þjóð- vegum er hann ekki takmarkaður. Þrátt fyrir j^etta eru slys sennilega ekki tíðari en hér, og er það vafalaust því að þakka, hversu gætið gangandi fólk er og bifreiða- stjórar tillitssamir og löghlýðnir. Einkenn- andi var það, hve fáir gamlir bílar sáust á götunum, og ég held ég hafi aldrei séð þar jeppa. Áður en lagt var af stað í ferðina, höfð- um við kviðið mikið fyrir J:>ví, að við gæt- um ekki gert okkur skiljanleg á nokkru Jrví máli, sem við þá höfðum lært, Þetta reyndist Jdó ekki vandi, því að við gátum talað ensku við allmarga, en það er nú eig- inlega ekki skemmtilegt fyrir Norðurlanda- búa að verða að tala saman á ensku, enda kom á daginn að danskan eða skandinav- ískan varð þægilegri, })egar fram í sótti og við lærðum að tala hana með „sænskum" framburði, og Svíana gátum við skilið svona nokkurn veginn, {Degar þeir töluðu nógu hægt. Ég ætla ekki að fjölyrða um síðasta dag- inn í Svíjrjóð. Við vorum kvödd með við- höfn við Lároverket um morguninn og ókum svo til Stokkhólms og skoðuðum heimsborgina, en viðdvölin þar var svo stutt, að því mætti líkja við að líta o‘ní fulla síldartunnu og sjá aðeins efstu síld- arnar. Um kvöldið flugum við heim, og þar með lauk þessari ferð, sem hafði að vísu kostað okkur talsverðan veraldlegan auð, en gefið okkur í staðinn gildan sjóð af skemmtilegum minningum, fróðleik og reynslu, og ég held, að við höfum verið ánægð með þau skipti. P. F. Eðlisfræði í 6. sa.: Þórir: Hvað gerist, Páll, þegar tvær leirkúlur rekast á? Páll þegir. Þórir: Ef þú hugsar þér, að þú sért búinn að hnoða deig í ástarpunga og látir svo tvo þeirra velta saman á eldhúsborðinu. Páll: Þeir myndu líklega stöðvast. Þórir: Já, eða öllu heldur myndu þeir renna saman í einn stóran ástarpung. Eðlisfræði í 5. mb.: Jón Hafsteinn: í hvaða átt er suður? 44 MUNINN

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.