Muninn

Ukioqatigiit

Muninn - 01.12.1964, Qupperneq 19

Muninn - 01.12.1964, Qupperneq 19
Ský Ég sit við gluggann minn og horfi út. Það er morgunn, haustmorgunn með föln- uðu laufi í loftinu þegar golar. Himinninn er næstum heiður, aðeins örfá ský sjást. Þau eru ekki lengur rauð á morgnana, heldur grá, hvít og svört. Öll nema eitt, skýið mitt. Það er ekki með neinum sérstökum lit. Það birtir mér myndir af lífinu úti, af gleðinni, harminum. En ég get ekki farið út og séð lífið eins og það er. Ég elska þetta ský. Það er aldrei eins og áður en alltaf á sama stað. Þess vegna hata ég það líka, því að ég get ekki litið af því, það er alltaf fyrir augum mínum. Núna birtist mér mynd af þorpi. Þetta er lítið þorp með fallegum húsurn. Ég tek aðeins eftir einu húsi. Það er fallegt hús með skellur í hvíta málningu á timbur- veggjum. Á þakinu er svartur tjörupappi. Þetta er gamalt hús með ungum íbúum. Þeir yngstu eru að leik framan við húsið, tveir bræður; einu börnin á bænum. Sá eldri er fimm ára, ári eldri en liinn. Mér finnst ég þekkja þá báða, en ég veit ekki, hvað þeir heita, það skiptir mig líka engu. Sá eldri vill ráða leiknum, en sá yngri fer að gráta. Hinn hlær, en mamma kemur út, huggar og refsar. Nú gráta báðir, síðan hættir sá yngri og hlær. Síðast hlæja báðir. Þeir eru góðir bræður. Mér finnst þetta hljóti að vera mynd af lífinu. Lífinu eins og það er, eins og það verður að vera, eins og það á að vera. Þorp- ið er heimurinn, umhverfi lífsins. Húsin eru einstakir hlutar heimsins; ríkin; þjóð- félögin. Börnin eru ímynd alls lífs. Lífið er ungt — vonandi — og vonandi. Allt er þetta eitt samfélag, heild. Rofni heildin, er ekki lengur um neitt eitt að ræða, ekki heldur um tvennt eða þrennt; þá er ekki neitt lengur. Mér þykir vænt um að sjá eldri drenginn beita þann yngra valdi. Þetta er eðli nranns- ins, hið vonda eðli, sem hann er að reyna að losna við, hefur reynt það frá því fyrsta. Öllum finnst Ijótt að beita minnimáttar valdi, en allir gera það samt. Stórar þjóðir kúga litlar þjóðir; stórir menn kúga litla menn. En hvernig endar þetta allt? Hlýtur ekki stórþjóðin að undiroka smáþjóðina og stóri maðurinn að drepa þann litla? Mun ekki sá tími koma, að allir búi saman í einu alls- herjarríki; allir verði jafnir og skipti með sér gæðum lífsins, vegna þess að allt smátt sé horfið og allir jafnstórir? Nei. Þessi barátta heldur alltaf áfram. Sá stóri kúgar þann litla, sá litli berst, stundum sigrar 'hann, og þá snýst leikurinn við; hann er orðinn sá stóri, sem kúgar. Hvern- ig ætti það öðruvísi að vera? Annars væri ekkert gaman að lífinu. Lífið er barátta, hefur alltaf verið það og mun alltaf verða það. Og hvers vegna ekki að berjast? En ég ætti ekki að vera að hugsa um þetta. Ég er aðeins örlítið brot af öllu, raunverulega minni en ekki neitt. Ég er hinn smái, lifi meðal hinna smáu og hef samúð með þeim smáu. En hvað er þá móðirin, sem kemur og sættir þann stóra og þann litla á myndinni minni í skýinu? Hvað er hún í þessari til- veru? Ég get ekki svarað þessu. Ég veit það ekki. Ég skil það ekki. Hvernig ætti ég að vita það? Ég er aðeins gamall, blindur mað- ur við glugga um haustmorgun. Og ég sé ekki einu sinni til að draga gluggatjöldin frá. R. f. R. MUNINN 47

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.