Muninn - 01.12.1964, Qupperneq 28
leyti frumleg, að hún er laus við venjuleg-
an mærðarvaðal, sem slíkar greinar ein-
kennast svo oft af. Jón lætur skáldið sjálft
tala, enda ekki undarlegt, þar sem skoðan-
ir hans á ljóðum þess eru þær, sem hann
segir um „Stríð“: „Ljóð, sem gefur höfundi
sínum líf, langt út yfir gröf og dauða.“
Skelfing þarf lítið til þess að öðlast slíkt
„líf“. Athugasemdir Jóns eru annars góðar,
í það minnsta sízt verri en tilvitnanir hans
í verk Ara.
Skugginn heitir kvæði eftir Viator. Ég er
hrifinn af þeim líkingum og þeirri liugsun,
er standa til grundvallar kvæðinu, en mér
finnst það ekki nógu vel unnið. Það er slit-
ið sundur í setningar, sem segja oft á tíð-
um ekki fulla hugsun. Hvað segir t. d. þessi
setning: „Fleygjast um fölan vegginn, flækt-
ir í bendu eina.“ Hverjir eru það, sem
fleygjast um fölan vegginn? F.ru það eftir-
myndir stofns og greina? Ef svo er, því er
þá verið að slíta erindið sundur á þessum
stað. í lok fyrsta erindisins stendur: „Ef til
vill einhvern bátinn út eftir firði rekur.“
Sú mynd, sem brugðið er upp í þessum lín-
um, fellur ekki inn í kvæðið í heild, þó svo
hún sé ágæt út af fyrir sig. Hún gerir því
ekki annað en veikja það.
ip. skrifar í Dýragarðinum um Jóhann
Víkingsson. Greinin er allþokkaleg. Það,
sem höfundur vill segja, kemst til skila. Út
frá því sjónarmiði, að greinin sé skrifuð til
þess að vekja athygli á Jóhanni, en ekki
höfundinum, er hún jafnvel góð. Það er
vandi að skrifa um mann og forðast jafn-
framt að vekja athygli á sjálfum sér með
stíl sínum. Sú aðferð mun umdeild.
B. Sigtr. á þrjú ljóð í blaðinu. Ég vil
helzt leiða hjá mér að skrifa mikið um þau.
Einfaldlega vegna þess, að mér hefur ekki
gefizt tími til þess að hugsa nægilega mik-
ið um þau. Mér finnst sumt laglega sagt í
þessum 1 jóðum. Þó get ég ekki varizt þeirri
hugsun, að ég hefði ekki tekið eins rnikið
eftir þeim, ef ég hefði ekki vitað hver höf-
undurinn var.
Athugasemd um íþróttir skrifar Gunnar
Stefánsson. Þessi grein er til lýta á blaðinu.
Ekki einungis vegna þess, að efnið er nauða
ómerkilegt, heldur ekki síður vegna þess,
að fyrir höfundi virðist það eitt vaka að
hreyta ónotum í Höskuld Þráinsson. Nema
svo beri að skilja, að Gunnar ætli sér að
vara íþróttamenn við, svo að þeim verði
lengra lífs auðið. Gunnar segir nefnilega:
„læknavísindin hafa sannað, að íþrótta-
menn eru skammlífari en þeir, sem ekki
stunda íþróttir". Skemmtilegra hefði ver-
ið, ef höfundur hefði stutt þessa fullyrð-
ingu sína, með tilvitnun í þau læknisfræði-
rit er sanna þetta. Eða er það ef til vill
erfitt?
Ólafur Oddsson skrifar um Ameríkuför.
Grein hans er vel læsileg og fyllilega þess
virði að vera lesin, ef menn liafa einhvern
áhuga á öðrum skólakerfum, en hér tíðkast.
Þungamiðjan í efni blaðsins er Múrinn
eftir J. P. Sartre, í þýðingu Kristjáns Sig-
valdasonar. Mér þótti vægast sagt bíræfni
af menntaskólanema, að færast það í fang
að þýða þessa sögu. Stíll Sartre hefur þótt
erfiður viðureignar, og þegar þar við bæt-
ist, að hann ritar á frönsku, máli, sem
Kristján hefur ekki vald á, virðist þetta
ennþá vonlausara. Ég var þess vegna undr-
andi, þegar ég las þýðingu Kristjáns. Mér
þótti hún góð, og það álit mitt hefur ekki
rýrnað við, að ég hefi borið hana saman
við enska þýðingu, — þó ekki þá, er Krist-
ján notaði. Mér virðist sem það, er þar
stendur komi ekki síður vel frarn í ísl. þýð-
ingunni. Um hve miklar leifar séu eftir af
stíl Sartre, get ég að sjálfsögðu ekki dæmt.
Ég reikna þó með, að þær séu ekki minni
hjá Kristjáni en í hinni ensku þýðingu
Phyllis Duveen. Ég hygg, að enginn verði
svikinn af lestri þessarar sögu. Kristján hef-
ur vaxið af þessu verki, og er það vel.
Það er gott, ef önnur tölublöð Garnbra
verða ekki síðri en þetta fyrsta.
Sigurður H. Guðmundsson.
56 MUNINN