Muninn

Árgangur

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 37

Muninn - 01.12.1964, Blaðsíða 37
Natríum alúmínatið leysist upp, og natrí- umferrítið hydrólíserast. Na [AlOo] + 2HoO Na [AlfOH)4] Na [FeOo] + 2HoO NaOH + Fe(OH)3 FefOH)3 er síað frá um leið og áðurenfnd efni. Til að fella út alúmínhydroxíðið verð- ur að kljúfa alúmínatkomplexinn, og er það gert með því að leiða koldíoxíð niður í upplausnina. Þá gengur NaOH í samband við koldíoxðið (COo), og alúmínhydroxíð- ið fellur út. Na [AlfOH)4] 4; Al(OH)3 + NaOH Þar sem koldíoxíðið sameinast lútnum (NaOH), gengur jafnvægið til hægri. Nið- urstaðan verður: 2Na [Al(OH)4] + COo^ 2AlfOH), + Na2C03 + H20 Hið útfallna alúmínhydroxíð er síað frá og að lokum hitað í ofni. 2A1(0H)3_^A1o03 + 3H2Of Sódinn er þurrkaður og notaður aftur. Ur oxíðinu er svo alúmínið unnið við rafgreiningu. — Það er rétt að skjóta því hér inn, að það er aðeins rafgreiningin, sem framkvæmd yrði hér á landi. — Rafgrein- ingin er gerð á blöndu af alúmínoxíði og krýólíti (Na3AlFo). Bræðslumark þessarar blöndu er 900°—950° C., en fyrir hreint alúmínoxíð um 2000° C. Alúmínoxíðið klofnar við rafgreininguna eftir formúiun- um: AloOo 4: 2A1+++ + 3 o++ Katóða: 2A1+++ + 6e+ 2A1 Anóða: 3 O++ 3 O + 6e+ Krýólítið tekur ekki beinan þátt í efna- breytingunum, en verður þó að endurnýj- ast. Rafgreiningin fer fram í keri, sem er fóðrað með koltjörulagi, sem er jafnframt katóða. Anóðan er grafítstengur, sem eyðast smám saman. Þar sem alúmín hcfur eðlis- þyngd 2.34 g/cm3 við 950° C., en ralgrein- ingarvökvinn eðlisþyngd 2.15 g/cm3, sezt alúmínið á botn kersins og er tappað af eftir ákveðinn tíma. — Alúmín unnið á þennan hátt er urn 99.95% hreint. R. S. Aðalheimildarrit: Kunich, Urban o. fl.: Chemie. Berlín 1962. Latína 4. sb Eyjólfur: Hvaða casus er oculum, As- björn? Ásbjörn: Ha, hvað segirðu? Eyjólfur: Accusativus. — Alveg rétt. Bárður Halldórsson í kappræðum: Ég hef lesið öll heimspekirit síðan Platon leið. MUNINN 65

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.