Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 12

Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 12
6 hjá fólki, sem átti leið yfir fljótið. þú liefur liklega lesið eða lieyrt, að í þessu Aniófljóti eru margir fagrir fossar, sem mjög margir menn fara skemmtiferðir til að sjá. En hitt liefur þú varla lesið, að fljót þetta er mjög straumliart og illt yfirferðar, þó að það sje alls eigi stórt. Ef svo má að orði komast, þá er það versti hrekkjalimurinn af fljótunum á Italíu, en það spekist, eptir þvi sem neðar dregur, og endirinn á öllum hrekkjunum er, að það rennur með mestu hægð út i Tíber. Aníelló hafði atvinnu af því, að ferja fólk yfir fljótið á ákveðnum stað, þar sem þetta var hægt. þetta gekk vel fyrir honum, og því hyggði hann sjer sjálfur dálítinn kofa í nánd við ferjustaðinn, og af varkárni hafði hann kofann dálítinn spöl frá fljótinu. En hann var þó of nærri, já mikils til of nærri, eins og þú munt nú bráðum fá að lieyra. I þessum kofa lifði Aníelló ferjtrmaður mjög ánægjusömu lífi með konu sinni, sem var ung að aldri og hjet Teresa; hún fljettaði strábönd, til þess að sauma úr hatta, og hún bjó til perlusnúrur og bænabönd, sem skriptafaðir henn- ar vígði; þegar færi gafst, seldi hún þetta ferðamönnum, sem vildu gjarnan hafa smágripi til minningar um ýmsa staði, þar sem þeir komu á ferðum sínum. þó að þau hjónin væru fátæk, leið þeim mjög vel, og enn betur leið þeim, þegar guð — eða eins og þau sögðu vanalega: María mey — hafði gefið þeim litla stúlku. Eins og auðvitað er, elskuðu þau liana mjög mikið; hún lá í ruggu, sem var skreytt með rauðum silkiböndum og svo snotur og lagleg, að hún gat vel verið fyrir heldri manna barn. Litlu stúlkuna ljetu þau lxeita Rafaellu eptir dýrðlingum, sem fæðingardagur hennar var nefndur eptir, og lilökkuðu þaumjög til þess tíma, er hún gæti farið að ganga á gólfinu í stað þess, að liggja í ruggunni. í Italíu eru menn eigi vanir að fara vel með skepnur. Að minnsta kosti voru menn það eigi á þeim tíma. Teresa, kona Aníellós og móðir Eafaellir litlu, var þó betri en aðrir i þessu efni. Einu sinni hafði lnin frelsað vesalings kött, sem kesknir strákar ætluðu að drepa á þrælmennskulegan hátt. Síðan var kötturinn í kofanum hjá Teresu. Nokkru eptir að Rafaélla var fædd, gaut kisa. Teresa valdi úr fallegasta og stærsta ketlinginn og ljet hann lifa, en hinum ketlingunum varð Aníelló að drekkja í ánni, sem rann fram lijá. Áður en Teresa giptist, hafði hún lesið eða heyrt austurlanda-æfintýri, þar sem mikið var sagt fr'á prins Mirza. þetta var fallegt nafn. Til allrar ham- ingju stóð það eigi í almanakinu, þvi að annars hefði hún eigi þorað að velja það vegna skriptaföður síns. Hann mundi þá hafa átalið liana harðlega, og skipað henni að gjöra miklar yflrbætur, ef lmn hefði gefið kattartetri nafn eptir guðs dýrðlingi. En fyrst nafnið var eigi í almanakinu, þá var því ekkert til , fyrirstöðu, að hún gæfi ketlingnum þetta nafn. Hann lærði fljótt að gegna nafninu.. Honum þótti ógn gaman, að leika sjer að stráböndum Teresu eða silkisnúrum, ef hann náði í þetta, en mest hjelt hann þó af, að liggja í rugg-

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.