Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 14

Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 14
8 nnm' hjá Eafaellu annaðhvort til fóta eða þá ofan á henni. Barnið elskaði litla köttinn, og köttnrinn elskaði hana. þeim kom ágætlega saman, þó að því verði eigi neitað, að Mirza náði stundum í tvíbökubita eða brauðbita, sem Rafaellu litlu var gefinn til að sjúga, svo að hún skyldi vera róleg og liggja kyr, þangað til móðir hennar fengi tíma til að skipta sjer af henni. Aníelló likaði eigi vel, að barnið hefði svo mikið samblendi við kött- inn. „|>ú ferð eins vel með kisu, og hún væri barnið okkar“, sagði hann stundum við konu sína, „en hvað lieldurðu að þú segöir, ef hún einlivern tíma biti Bafaellu á barkann?“ „Hún gjörir það eigi“, sagði Teresa með ró, „þær eru orðnar beztu vinir. Mirza er þar að auki bæði hyggin og meinlaus. það hef jeg sjálf sjeð, þegar Bafaella ætlaði að detta út úr ruggunni fyrir nokkrum dögum síðan. Jui settist kisa á apturlappirnar, og rak framlappirnar af öllum kröptum í rugguna, til þess að hún skyldi fá jafnvægið aptur. Mjer þótti gaman að, hversu Mirza var hyggin og umhyggjusöm fyrir litlu stúlkunni okkar“. ])að var farið að vora. En vorið var eigi gott, þó að möndlutrjen blómguðust, og sólin sendi heita geisla á fjallatindana. það var einmitt ólánið, að sólargeislarnir voru svo heitir. Yiö þetta leysti fannirnar á fjöllunum allt of fijótlega upp. Aníó-fljótið var áður farið að ólga og æsast af öllu vatninu, sem streymdi í það ofan úr fjöllunum, en nú varð það alveg vitlaust, og flæddi út yfir bakkana á báðar hliðar. Fljótið óx, og óx óskaplega og takmarkalaust. Ferjustaður Aníellós var gjörsamlega horfinn. Vatnið ólgaði upp að kofa hans, og skolaði burtu þakinu og veggjunum á svipstundu. Síðan hefur aldrei spurzt til Aníellós eða aumingja Teresu, konu hans. J>au hafa líklega drukknað. En ruggan með litlu stúlkunni og Mirzu flaut eins og bátur ofan eptir ánni. I fyrstu sváfu þær báðar. En svo skvettist vatn á Mirzu, hún þaut á fætur og mjálmaði aumkvunarlega. þá vaknaði Eafaella, hún hafði auðvitað enga hug- mynd um hættuna, og þó fór hún að kveina með kisu og grjet hástöfum. Mirza sá hættuna. Hana langaði hvorki til að drukkna sjálf eða láta Eafaellu drukkna. Hún teygði sig svo langt upp, sem hún gat. I hvert skipti sem. ruggan hallaðist út í aðra hiiðina og henni ætlaði að hvolfa, þá hljóp hún yfir í hina hliðina, til þess að fá jafnvægi á hana, og Jietta Ijet hún ganga og lijelt á- fram að stökkva úr einu horninu í annað í sífellu, jiangað til rugguna bar að landi; en þar komu menn til lijálpar, sem höfðu verið upp á hæð og sjeð bar- áttu kisu fyrir lífi sínu og barnsins, og björguðu mennirnir þeim báðum úi lífshættunni. I Italíu trúir almúginn á kraptaVei’k fyrir fullt og fast. Enda sýndist það vera sannarlegt kraptaverk, að barnið og kötturinu skyldu geta komizt af í lítilli og ónýtri vöggu. sem hírakti undan beljandi straumfalli. En jeg ætla eigi að fara lengra út í þetta, jeg ætla einungis að segja það að endingu, að menn

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.