Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 26

Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 26
20 Sauðfje. indurnar eru manna á meðal taldar vera íremur heimskar skepnur. Allir vita, hversu þær eru meinlausar og nægju- samar, en hitt vita vissulega miklu færri, hversu þær geta opt verið velviljaðar og meðaumkvunarsamar, og hversu æmar elska lömhin sín mikið og bera umhyggju fyrir þeim. Á Skotlandi er sauðfjárrækt aðalatvinnuvegur fólks. Hið alkunna- skáld, James Hogg, sem var fjármai'mr í mörg ár, hefur sagt frá ýmsum atvikum um kindur, sem hjer skal skýrt frá. „Mörgum sinnum“, segir hann, „hef jeg sjeð vott um vel- vild og meðaumkvunarsemi hjá kindunum. [>á er einhver kind af sauðahjörðinni missir sjónina, er hún næstum aldrei yíirgefin svo aumlega á sig komin, heldur tekur ein af hinum sig vanalega til og verður með blindu kindinni, til þess að hjálpa henni. Ef vötn, fen eða háir bakkar koma fyrir, fer heilskygna kindin að jarma, til að vara hina vi<\ og gætir hennar í heild sinni fyrir alls konar hættum. því hrjóstugri sem bithaginn er, þar sem kindurnar eru, þess umhyggjusamari og betri eru ærnar við lömbin sín. Einu sinni gætti jeg fjár í semfleytt tvö ár í eyðilegum óbyggðum á takmörkum Midlothians, og aldrei hef jeg sjeð nokkrar ær sýua jafnmikla umhyggjusemi fyrir lömbum sínum eins og einmitt í essu eyðilandi. Yms smáatvik komu þá fyrir, sem jeg komst mjög við af. Fyrri veturinn var mjög harður, og því voru kindurnar bæði kviðlitlar og magrar um vorið. Margar af þeim urðu máttvana og dóu, og gjörði þessi máttleysissýki mikinn skaða í hjörð minni. þegar aumingjá ærnar voru orðnar veikar og lágu afvelta, án þess að eiga viðreisnar von, og gátu alls eigi lypt höfðinii upp, þá sá jeg opt, að þær lyptu þó lærinu upp og buðu lömburn sínum, sem voru sársvöng, að sjúga seinasta mjólkurdropann, sem var í júgrinu. Jeg hef aldrei komizt meira viö af uokkru öðru, sem jeg hef sjeð.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.