Dýravinurinn - 01.01.1885, Page 28
22
Kindum þykir mjög vænt um hagana, þar sem þær liafa alizt upp;
menn hafa sagt mjer, að þær hafi einstöku sinnum strokið aptur til Hálandanna
um margra mílna veg og það jafnvel frá Englandi. Jeg þekki sjálfur merkilegt
dæmi til þess, sem er öldungis satt. Einu sinni strauk svört lambær með lamb-
inu frá bæ í Glenlyn til bæjar í Tweeddale. Jafnskjótt sem ánnar var saknað,
sendi bóndi smalann af stað, til þess að ná í hana. Alls staðar á leiðinni spurði
hann til hennar, en hver, sem hafði sjeð hana, fullvissaði hann um, að hann
myndi varla ná henni, og að það hefði verið mikill ferðaliugur í þeirri svörtu.
Hún skipti sjer hvorki um smala eða aðrar kindur, sem urðu á vegi fyrir henni,
heldur hljóp stöðugt áfram. Lambið var opt langt á eptir, en ærin jarmaði í
sífellu og fjekk það þannig til að elta sig.
(>á var haldinn árlegur markaður á vorin í ýmsum bæjum. Til allrar
óhamingju kom ærin og lambið til bæjarins Stirling einn morgmi í maímánuði,
einmitt meðan þar stóð yfir fjölmennur vormarkaður. Anni hefur þótt það í-
sltyggilegt, að hætta sjer gegnum mannþröngina, og því tók hún sjer hvíld með
lambinu fyrir norðan bæinn; þar sáu margir menn þau liggja öðru megin við
veginn. En snemma næsta morgun, þegar kyrrð var yfir öllu, sáu menn, að
ærin laumaðist gegnum bæinn með lambið í eptirdragi, og var auðsjeð að liún
var mjög skelkuð við hundana, sem hlupu um á götunum. Yið tollbúð eina
handsamaði maður nokkur ána og lambið, af því að liann liugði, að þau liefðu
lent í flækingi, og eptir þeim mundi verða spurt. Mörgum sinnum reyndi ærin
til, að sleppa úr varðhaldinu, en ljet sjer það loks lynda og varð róleg. Hiin
hlýtur þó seinna að haf'a fengið færi á að sleppa, því að hún kom ásamt lambinu
heim til sín til „Harhope Farm“ nokkru seinna, sunnudagsmorgun einn í júní-
mánuði, og hafði hún þá verið á ferðinni í tvær vikur og tvo daga. Eigandinn
borgaði bóndanum, sem hafði keyptána, verðið fyrir hana, og fjekk hún að vera
á fæðingarstað sínum, þangað til hún dó af elli á 17. árinu“.
I bók þessari er mynd af útlendti á; er auðsjeð á henni, að útlendar
kindur eru töluvert ólíkar íslenzkum kindum. þannig liafa fiestar útlendar kindur
langa rófu og eru kollóttar.