Dýravinurinn - 01.01.1885, Síða 32
26
lilusta á kvak þeirra, að horfa á, hversu hreifingar þeirra eru
íágrar og fjörlegar, bæði þegar þeir ganga og hoppa, eða þegar
.þeir lypta sjer upp á vængjunum og láta þá bera sig gegnum
loptið. Engin clýr eru heldur eins falleg á litinn og fuglarnir.
eð sanni má segja, að engin dýr sje yndislegri en fugl-
arnir. Enginn er svo snauður af fegurðartilíinningu, að
Fuglarnir.
Margir fiskar eru auðvitað framúrskarandi litfallegir, en litfegurðin hverfur að
miklu leyti, þegar þeir deyja. Fuglafjaðrirnar halda aptur á móti lit sinum, þó
að fuglinn deyji; enda eru þær hafðar til skrauts, og verzlað með þær eins og
skrautgripi. Fuglarnir og blómin eru það, sem veita mönnum mestan unað. Hver
er sá, sem eigi verður glaður, þegar hann sjer fyrstu sóleyjuna á vorin eða fyrsta
fífilinn? Og hver kætist eigi, þegar hann lieyrir til lóunnar í fyrsta skipti á
vorin eða hneggið í hrossagauknum ? Og þegar vorið kemur með blómunum, þá
er sælutími fuglanna. það er auðsjeð á myndinni í bókinni, hversu fuglarnir þar
eru glaðir. J>eir eru að fá sjer að drekka. Tveir eru á leiðinni, en fimm eru
seztir, og eru þeir að fiýta sjer að slökkva þorstann, til þess að geta komið sem
allra fyrst heim aptur til unganna, sem bíða eptir þeim með óþolinmæði í hreiðr-
inu. A heim leiðinni ná fuglamir sjer í orm eða flugu, og svo hjálpast foreldrarnir
að við að mata ungana sína, sem þeir elska um fram allt.
þegar liaustið kemur, fijúga flestir fuglar af landi burt. En ýmsir eru
þó eptir. Vjer höfum gaman að sólskríkjunni á sumrin; á veturna köllum
vjer liana snjótitling, og þá gleymum vjer vanalega, að hún er ein af þeim fugl-
um, sem lialda tryggð við oss árið um kring, enda má snjótitlinguriun þá þakka
fyrir, að fá að tína fáein korn úr sorpinu, sem kastað er út á bæjunum.
4