Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 37

Dýravinurinn - 01.01.1885, Side 37
Fjárhundar á Skotlandi. örgum mun kunnugt, að á Skotlandi eru ágætis fjárhundar, enda leggja menn mikla rækt við að ala þá upp og venja vel. A Skotlandi er fjallendi mikið og hrjóstrugt, og segja svo fróðir menn, að ef eigi væru fjárhundarnir þar, þá væri fjalllendið einkis virði. f>ví að þá mundi þurfa svo mikinn mannafla, til þess að gæta sauðfjár, smala því sam- an, koma því inn í kvíar og reka það á markaðina, að það gæti eigi borgað sig að stunda sauðfjárrækt þar. Einn smali, sem á góðan hund, getur gjört meira, en tuttngu smalar hundlausir. það má með sanni segja, að fjárhundurinn vinni fyrir heimilinu; sjálf- ■ar er hann ánægður með lítið; hann er jafnan þakklátur og reiðubúinn til þess, sem honum er sagt. Ókunnugum vill hann eigi fylgja. Ef eigandinn lætur a.nnn.n fá fjárhund sinn, er það opt, að hann veröur bæði latari og ónýtari hjá hinum nýja eiganda. En ef hundurinn á annað borð fer að kannast við þennan mann sem húsbónda sinn, þá verður hann mjög tryggur við hann. Hann skilur orð hans og látbragð og lætur allt eptir honmn. Og hann fylgir honum í öllum hættum og torfærum, og skilur eigi við hann fyrri, en hann fellur svo að segja dauður fyrir fætur honum. James Hogg, nafnfrægur fjárhirðir og skáld á Skotlandi, kallar fjárhundinn hið námfúsasta og tryggasta dýr í heimiimm. Hann hefur sagt frá ýmsu um hunda sína. „Hundurinn minn“, segir hann, „skildi aldrei við mig. Jeg var allan daginn að tala við hann. Við borðuðum ávallt saman, og, ef skúr kom, þá höfðum við yfirhöfn mína til skýlis okkur báðum. Enda átti enginn á landinu betri hund en jeg. Sá hundur hjet Sirrah, sem jeg fyrst átti góðan. Og hef jeg aldrei nokkurn tíma þekkt betri hund. Mannblendinn eða vinalegur var hann í rai^ninni eigi. Ejassmál fyrirleit hann og skipti sjer hvorki afkjassi nje klappi, en enginn liundur gat verið tryggari og hlýðnari en hann, þegar jeg skipaði honum að gjöra eitthvað. I fyrsta sinni, er jeg sá þennan hund, hafði kúasmali hann í bandi hjá sjer. Hann var lioraður og kvalinn og næsta L

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.